Forsíða
Ferðaþjónusta
Horfin býli
Kveðskapur
Kaldalóns
Steinn Steinarr
Rafvæðing
Spánverjavígin
Skólahald
Drangajökull
Undir Snjáfjöllum
Um Snjáfjallasetur
English

Krafturinn í ánni - Snæfjallaveita og rafvæðing Inndjúps

Krafturinn í ánni Snjáfjallasetur hefur gefið út bókina "Krafturinn í ánni - Snæfjallaveita og rafvæðing Inndjúps", sem fjallar um sögu rafvæðingar á Snæfjallaströnd og við innavert Ísafjarðardjúp og er tekin saman af Helga M. Sigurðssyni sagnfræðingi. Í tengslum við útgáfuna var haldin hátíð í Dalbæ í tilefni af útgáfu bókarinnar í ágúst 2005, sett upp sýning um rafvæðinguna og jafnframt voru stöðvarhús Mýrarárvirkjunar og Blævadalsárvirkjunar opin eftir gagngerar endurbætur sem þar hafa farið fram á vegum Orkubús Vestfjarða. Ritið er bæði gefið út innbundið og í kilju og fæst í Dalbæ, hjá forsvarsmönnum Snjáfjallaseturs og hjá Sögufélaginu í Fischersundi.



Blævadalsárvirkjun

Mýrarárvirkjun


Sendið póst