Forsíða
Ferðaþjónusta
Horfin býli
Kveðskapur
Kaldalóns
Steinn Steinarr
Rafvæðing
Spánverjavígin
Skólahald
Drangajökull
Undir Snjáfjöllum
Um Snjáfjallasetur
English

4. Lyngholt

Ingvar Ásgeirsson byggði nýbýlið Lyngholt í landi Bæja árið 1935 og fluttu þau Salbjörg Jóhannsdóttir, ljósmóðir, þangað fjórða janúar 1936. Stofan á Lyngholti var leigð af hreppnum til kennslu frá 1936 til 1947. Kennari var Jóhann Hjaltason, en Salbjörg kenndi handavinnu og Ingvar smíðar. Salbjörg bjó lengi ein á Lyngholti eftir að Ingvar lést og flutti þaðan háöldruð til Ísafjarðar 1986 og hafði þá verið ljósmóðir á Snæfjallaströnd frá 1929. Hestagata lá inn bakkana fyrir neðan Lyngholt, þar var kölluð Pétursmýri í þá daga. Gatan var hreinsuð á vorin, verkfærir karlmenn af bæjunum komu með skóflur og tóku svona 10 metra færur hver fram fyrir annan, mokuðu burt steinum og lagfærðu hestagötuna. Gatan lá inn bakkana fyrir ofan Gilsvík og síðan inn melana þar sem nú er flugvöllurinn. Fyrir innan Bæi lá gatan inn bakkana inn að Búðarnesi, en síðan mest með sjónum.

Smellið á myndirnar til að stækka þær

Lyngholt um 1940 Skólabörn á Lyngholti veturinn 1946-7: Aftari röð f.v.: Hilmar Rósinkarsson, Snæfjöllum; Lára Helgadóttir, Unaðsdal; Auðunn Helgason, Unaðsdal; Höskuldur Guðmundsson, Árbakka; Jóhann Hjaltason, kennari Hólhúsi Bæjum. Fremri röð f.v.: Elísabet Rósinkarsdóttir, Snæfjöllum, Ingigerður Jóhannsdóttir, Hólhúsi Bæjum;  Lilja Helgadóttir, Unaðsdal; Ingibjörg María Gunnarsdóttir, Bæjum Vorið 1947: F.v.: Hilmar Rósinkarsson; Höskuldur Guðmundsson; Auðunn Helgason; Ingigerður Jóhannsdóttir; Ingibjörg María Gunnarsdóttir; Lára Helgadóttir; Elísabet Rósinkarsdóttir; Lilja Helgadóttir Fjölskyldan á Lyngholti 1938:
Fremst standa Olgeir Gíslason og Ólafur Gíslason.
Miðröð frá vinstri Salbjörg Jóhannsdóttir heldur á Jóhönnu Ingvarsdóttur, Jón Hallferð Ingvarsson og Engilbert S. Ingvarsson. Aftast standa Ásgeir Ingvarsson, Ingvar Ásgeirsson og Kristrún Benediktsdóttir.
Þvottur við Dalsá: Salbjörg Jóhannsdóttir, Kristín Daníelsdóttir og Jóhanna Ingvarsdóttir þvo þvott við Dalsá um 1950 ásamt tveimur börnum Salbjörg Jóhannsdóttir með kúnni sinni Kolbrúnu 1938 Skólabörn á Lyngholti og gestkomandi 1946: Borgar Halldórsson, Lyngholti; Árni Jóhannsson, Hólhúsi Bæjum;  Björn Hjalti Jóhannsson, Hólhúsi Bæjum; Guðjóna, kona Jóhanns Hjaltasonar, kennara, Hólhúsi Bæjum;  Höskuldur Guðmundsson, Árbakka;, Jósep Róisinkarsson, Snæfjöllum; Auðun Helgason, Unaðsdal; Jóhann Hjaltason, kennari Hólhúsi Bæjum; Jóhanna Ingvarsdóttir, Lyngholti; Ingigerður Jóhannsdóttir, Hólhúsi Bæjum; Elísabet Rósinkarsdóttir, Snæfjöllum Ingvar Ásgeirsson, Lyngholti (1886-1956) Salbjörg Jóhannsdóttir, Lyngholti (1896-1991)


Til baka | Fleiri myndir


Sendið póst