|
15. Gullhúsá/Berurjóður/ÓlafsbúðGullhúsá nefndist lágreistur torfbær innan við samnefndan læk. Marías Jakobsson og Guðrún Jónsdóttir bjuggu þar fram á fimmta áratuginn. Gullhúsá var hjáleiga frá Snæfjallastað. Þetta hús var eitt herbergi með timburgólfi Eldavélin var norðan til og tvö rúmstæði við hvorn vegg. Timburgafl með glugga í suðurenda og þar var matborðið. Skúr með inngangi var að utanverðu og þar hefur verið geymsla. Fjárhúskofi var fyrir ofan bæinn. Ysti bærinn á Snæfjallaströnd stendur við Gullhúsá og kallast Berurjóður, en var einnig í nefndur Hafliðabær. Þar voru húsbændur Hafliði Gunnarsson og María Pálmadóttir ásamt Halldóru, dóttur Hafliða og Ingibjargar Jónsdóttur, konu hans sem dó 1906. Þarna var timburhús, tvær hæðir með járnþaki. Á neðri hæðinni var geymsla, en uppi baðstofa og þar var eldað. Fjárhúsin voru dálítið ofar. Gísli J. Gíslason og Guðmundína Ingimundardóttir bjuggu í húsi sem áður var verbúð eða tómthúsbýli Ólafs Gíslasonar og var kallað Ólafsbúð. Þetta hús var á kambinum fyrir neðan hjallann þar sem Maríasarhús stóð. Þetta hús mun hafa verið torfbær með trégafli eins og önnur hús sem þarna stóðu fram á fjórða tug aldarinnar. Fjárhúskofi sem þau áttu út við ána fór í snjóflóði veturinn 1931 og slapp Guðmundína naumlega. Gísli og Guðmundína fluttu á Ísafjörð 1933. Smellið á myndirnar til að stækka þærTil baka |