Forsíđa
Ferđaţjónusta
Horfin býli
Kveđskapur
Kaldalóns
Steinn Steinarr
Rafvćđing
Spánverjavígin
Skólahald
Drangajökull
Undir Snjáfjöllum
Um Snjáfjallasetur
English

15. Gullhúsá/Berurjóđur/Ólafsbúđ

Gullhúsá nefndist lágreistur torfbćr innan viđ samnefndan lćk. Marías Jakobsson og Guđrún Jónsdóttir bjuggu ţar fram á fimmta áratuginn. Gullhúsá var hjáleiga frá Snćfjallastađ. Ţetta hús var eitt herbergi međ timburgólfi Eldavélin var norđan til og tvö rúmstćđi viđ hvorn vegg. Timburgafl međ glugga í suđurenda og ţar var matborđiđ. Skúr međ inngangi var ađ utanverđu og ţar hefur veriđ geymsla. Fjárhúskofi var fyrir ofan bćinn.

Ysti bćrinn á Snćfjallaströnd stendur viđ Gullhúsá og kallast Berurjóđur, en var einnig í nefndur Hafliđabćr. Ţar voru húsbćndur Hafliđi Gunnarsson og María Pálmadóttir ásamt Halldóru, dóttur Hafliđa og Ingibjargar Jónsdóttur, konu hans sem dó 1906. Ţarna var timburhús, tvćr hćđir međ járnţaki. Á neđri hćđinni var geymsla, en uppi bađstofa og ţar var eldađ. Fjárhúsin voru dálítiđ ofar.

Gísli J. Gíslason og Guđmundína Ingimundardóttir bjuggu í húsi sem áđur var verbúđ eđa tómthúsbýli Ólafs Gíslasonar og var kallađ Ólafsbúđ. Ţetta hús var á kambinum fyrir neđan hjallann ţar sem Maríasarhús stóđ. Ţetta hús mun hafa veriđ torfbćr međ trégafli eins og önnur hús sem ţarna stóđu fram á fjórđa tug aldarinnar. Fjárhúskofi sem ţau áttu út viđ ána fór í snjóflóđi veturinn 1931 og slapp Guđmundína naumlega. Gísli og Guđmundína fluttu á Ísafjörđ 1933.

Smelliđ á myndirnar til ađ stćkka ţćr

Gullhúsá um 1940 Guđrún Jónsdóttir Hafliđi Gunnarsson María Pálmadóttir Gullhúsá um 1940
Gullhúsá. Brunavirđingarteikning frá 1934 Gísli Jón Gíslason Guđmundína Kristín Ingimundardóttir


Til baka


Sendiđ póst