Forsíða
Ferðaþjónusta
Horfin býli
Kveðskapur
Kaldalóns
Steinn Steinarr
Rafvæðing
Spánverjavígin
Skólahald
Drangajökull
Undir Snjáfjöllum
Um Snjáfjallasetur
English

15. Gullhúsá/Berurjóður/Ólafsbúð

Gullhúsá nefndist lágreistur torfbær innan við samnefndan læk. Marías Jakobsson og Guðrún Jónsdóttir bjuggu þar fram á fimmta áratuginn. Gullhúsá var hjáleiga frá Snæfjallastað. Þetta hús var eitt herbergi með timburgólfi Eldavélin var norðan til og tvö rúmstæði við hvorn vegg. Timburgafl með glugga í suðurenda og þar var matborðið. Skúr með inngangi var að utanverðu og þar hefur verið geymsla. Fjárhúskofi var fyrir ofan bæinn.

Ysti bærinn á Snæfjallaströnd stendur við Gullhúsá og kallast Berurjóður, en var einnig í nefndur Hafliðabær. Þar voru húsbændur Hafliði Gunnarsson og María Pálmadóttir ásamt Halldóru, dóttur Hafliða og Ingibjargar Jónsdóttur, konu hans sem dó 1906. Þarna var timburhús, tvær hæðir með járnþaki. Á neðri hæðinni var geymsla, en uppi baðstofa og þar var eldað. Fjárhúsin voru dálítið ofar.

Gísli J. Gíslason og Guðmundína Ingimundardóttir bjuggu í húsi sem áður var verbúð eða tómthúsbýli Ólafs Gíslasonar og var kallað Ólafsbúð. Þetta hús var á kambinum fyrir neðan hjallann þar sem Maríasarhús stóð. Þetta hús mun hafa verið torfbær með trégafli eins og önnur hús sem þarna stóðu fram á fjórða tug aldarinnar. Fjárhúskofi sem þau áttu út við ána fór í snjóflóði veturinn 1931 og slapp Guðmundína naumlega. Gísli og Guðmundína fluttu á Ísafjörð 1933.

Smellið á myndirnar til að stækka þær

Gullhúsá um 1940 Guðrún Jónsdóttir Hafliði Gunnarsson María Pálmadóttir Gullhúsá um 1940
Gullhúsá. Brunavirðingarteikning frá 1934 Gísli Jón Gíslason Guðmundína Kristín Ingimundardóttir


Til baka


Sendið póst