Forsíða
Ferðaþjónusta
Horfin býli
Kveðskapur
Kaldalóns
Steinn Steinarr
Rafvæðing
Spánverjavígin
Skólahald
Drangajökull
Undir Snjáfjöllum
Um Snjáfjallasetur
English

12. Bjarnabær

Í landi Sandeyrar út við Berjadalsá var býli sem kallað var Bjarnabær, en seinni árin líka Halldórslóð. Þarna voru framundir miðja síðustu öld nokkuð heildstæðar tóftir uppi á bakkanum og dálítið tún. Trébrú var á ánni ofar túnveggnum og hlaðinn vegur var lagður þarna á kafla um 1940 á vegum hreppsins að Berjadalsá, en brú var aldrei byggð. Halldór Ólafsson og Ólöf Fertramsdóttir bjuggu þarna síðast, en fluttu til Ísafjarðar rétt fyrir 1930.


Til baka


Sendið póst