|
Dalbær - ferðaþjónusta 2024
Frá og með 21. júní og til 8. ágúst verður rekin ferðaþjónusta í Dalbæ á Snæfjallaströnd á vegum Snjáfjallaseturs og Sögumiðlunar, netfang olafur@sogumidlun.is. Opið verður kl. 10-20, alla daga vikunnar. Bergljót Aðalsteinsdóttir (gsm 6904893) Agnes Hjaltalín Andradóttir og Vigdís Steinþórsdóttir munu sjá um ferðaþjónustuna. Verð á ferðaþjónustímanum: Félögum Snjáfjallaseturs og Átthagafélags Snæfjallahrepps gefst kostur á að taka Dalbæ á leigu yfir helgi eða heila viku þegar ferðaþjónustan er ekki opin. Leigan yfir helgi kostar 25.000 fyrir félagsmenn, en 35.000 fyrir utanfélagsmenn, allt að tíu manns, 13 ára og eldri - frítt fyrir börn. Ein vika kostar 40.000 fyrir félaga og 55.000 fyrir utanfélagsmenn, allt að tíu manns, 13 ára og eldri - frítt fyrir börn. Ef fólk vill bæta við einum degi þá greiðist aukagjald, kr. 10.000. Fólk sér um sig sjálft, rúmföt, mat og aðrar nauðþurftir. Aðgangur að eldhúsi er innifalinn. Ingibjörg Kjartansdóttir tekur við pöntunum utan ferðaþjónustutímans (gsm 8681964), unidalur34@gmail.com. Birt með fyrirvara um mögulegar breytingar.
|