Forsíða
Ferðaþjónusta
Horfin býli
Kveðskapur
Kaldalóns
Steinn Steinarr
Rafvæðing
Spánverjavígin
Skólahald
Drangajökull
Undir Snjáfjöllum
Um Snjáfjallasetur
English

20. Kerlingarstaðir/Oddsflöt

Kerlingarstaða er fyrst getið, eftir því sem næst verður komist, í Gíslamáldaga um 1570, og er landið þá eign Staðarkirkju og var það lengi síðan. Á Kerlingarstöðum voru skráðir fjórtán heimilismenn árið 1703 og eru þeir ellefu árið 1801 á tveimur bæjum. Býlið fékk heitið Oddsflöt á síðari hluta 19. aldar.

Í Hlaðsteini, stórum steini ofan og framan við húsið á Oddsflöt, segir Guðfinna Ingibjörg Guðjónsdóttir er þar ólst upp, að sést hafi huldufólk. Á Oddsflöt stóð síðasti torfbærinn í Grunnavíkurhreppi sem búið var í. Guðmundur Pálsson frá Höfða og Elísa G. Einarsdóttir frá Dynjanda voru með síðustu ábúendum á Oddsflöt. Þau fluttu til Ísafjarðar 1942 eftir að hafa verið synjað um leyfi til að byggja sér nýtt hús við sjóinn í Grunnavík. Jóhann Jakob Jóhannsson frá Faxastöðum bjó eftir það á Oddsflöt í fimm ár og var síðasti ábúandi þar. Ragúel Hagalínsson keypti þá jörðina, sléttaði yfir gamla Kerlingarstaðahólinn og nýtti viðinn úr bænum í hlöðu á Sætúni. Ragúel var með síðustu ábúendum í Grunnavík sem fluttu burt í nóvember árið 1962. Í ofsaveðri veturinn 1973 fuku hús Ragúels.

Myndir: Hjálmar R. Bárðarson, 1939.


Til baka


Sendið póst