Forsíða
Ferðaþjónusta
Horfin býli
Kveðskapur
Kaldalóns
Steinn Steinarr
Rafvæðing
Spánverjavígin
Skólahald
Drangajökull
Undir Snjáfjöllum
Um Snjáfjallasetur
English

18. Sútarabúðir

Sútarabúðir, sem fyrrum voru einnig nefndar Svörtubúðir eða Búðir, eru í Vilkinsmáldaga um 1397 taldar eign Staðarkirkju, en árið 1703 eru Sútarabúðir hjáleiga Kerlingarstaða og lengi síðan. Þar voru sagðar fornar tóftarrústir í Jarðabókinni, en sagt er að skömmu fyrir aldamótin 1700 hafi bær verið settur á þessar tóftir, sem talinn hafi verið fjórðungur af jörð Kerlingarstaða. Fjórir eru skráðir til heimilis á Sútarabúðum bæði 1703 og 1801.

Friðbjörn Helgason keypti Sútarabúðir árið 1914 og bjó þar til 1946 ásamt seinni konu sinni Solveigu Pálsdóttur frá Höfða. Friðbjörn var einn af forvígismönnum vegagerðar í Grunnavík á fjórða áratug aldarinnar. Jakob Hagalínsson og Sigríður Tómasdóttir keyptu Sútarabúðir árið 1947. Jakob átti trillu ásamt bróður sínum, Ragúel í Sætúni. Jakob og Sigríður bjuggu í Sútarabúðum til 1962 er byggð lagðist af í Grunnavík. Í íbúðarhúsinu á Sútarabúðum er nú rekin ferðaþjónusta á sumrum.


Til baka


Sendið póst