Forsíða
Ferðaþjónusta
Horfin býli
Kveðskapur
Kaldalóns
Steinn Steinarr
Rafvæðing
Spánverjavígin
Skólahald
Drangajökull
Undir Snjáfjöllum
Ásgeir Ingvarsson
Slysin við Bjarnarnúp
Um Snjáfjallasetur
English


Facebook-síða Snjáfjallaseturs

Dalbær - ferðaþjónusta 2024

Dalbær



Frá og með 25. júní og til 8. ágúst verður rekin ferðaþjónusta í Dalbæ á Snæfjallaströnd á vegum Snjáfjallaseturs og Sögumiðlunar, netfang olafur@sogumidlun.is. Opið verður kl. 10-20, alla daga vikunnar. Bergljót Aðalsteinsdóttir (gsm 6904893) Vigdís Steinþórsdóttir (gsm 863 5614), Vera Rún Viggósdóttir (gsm 690 8258) og Agnes Hjaltalín Andradóttir (gsm 8671102) munu sjá um ferðaþjónustuna.

Verð á ferðaþjónustímanum:
Svefnpokapláss með aðgangi að öllu kr 7000
Yngri en þrettán ára fá frítt á tjaldstæði en greiða í sturtu
Tjaldstæði með aðgangi að salerni kr 2000 - önnur nótt kr. 1500
Rafmagn v/ húsbíls, tjaldvagns kr 1200
Sturta kr. 500
Þvottur, hver vél kr. 500

Félögum Snjáfjallaseturs og Átthagafélags Snæfjallahrepps gefst kostur á að taka Dalbæ á leigu yfir helgi eða heila viku þegar ferðaþjónustan er ekki opin. Leigan yfir helgi kostar 25.000 fyrir félagsmenn, en 35.000 fyrir utanfélagsmenn, allt að tíu manns, 13 ára og eldri - frítt fyrir börn. Ein vika kostar 40.000 fyrir félaga og 55.000 fyrir utanfélagsmenn, allt að tíu manns, 13 ára og eldri - frítt fyrir börn. Ef fólk vill bæta við einum degi þá greiðist aukagjald, kr. 10.000. Fólk sér um sig sjálft, rúmföt, mat og aðrar nauðþurftir. Aðgangur að eldhúsi er innifalinn.

Ingibjörg Kjartansdóttir tekur við pöntunum utan ferðaþjónustutímans (gsm 8681964), unidalur34@gmail.com.

Birt með fyrirvara um mögulegar breytingar.

Snæfjallahátíð í Dalbæ um Jónsmessuhelgina 2024

Snæfjallahátíð verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um Jónsmessuhelgina 21-23. Júní. Þar verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Dúllurnar verða með söngdagskrá, Kraftgalli verður með DJ sett og flytur einnig eigið efni, Adrian og Guffi, öðru nafni Súríllur&Dókur, flytja gamanvísur, Þórir Hermann flytur eigin píanóverk, Kira Kira leikur eigin lög í Unaðsdalskirkju, Kvæðakórinn tekur okkur aftur í tímann með söngkvæðum og Línus Orri Gunnarsson Cederborg flytur eigin lög.

Útgáfur Snjáfjallaseturs

Bókamarkaðir



Þrjár bóka Snjáfjallaseturs verða á góðum afslætti á Bókamarkaðnum á Laugardalsvelli.

Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson

Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson

Út er komin hjá Snjáfjallasetri bókin Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson. Bókin er 194 blaðsíður að stærð.

Jón Hallfreð Ingvarsson fæddist á Snæfjallaströnd 1921 og lést þar 1945 úr Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdómnum.

Í þessu riti eru ljóðmæli eftir Jón Hallfreð Engilbertsson til minningar um föðurbróður hans og nafna.

Einnig skrifa í ritið systkini Jóns Hallfreðs eldri. Engilbert S. Ingvarsson skrifar minningabrot um bróður sinn og Jóhanna S. Ingvarsdóttur skrifar minningabrot sem bera heitið Blóm í brotnum vegg.



Undir Snjáfjölluml

Undir Snjáfjöllum
- Önnur bók eftir Engilbert S. Ingvarsson

Komin er út á vegum Snjáfjallaseturs í samstarfi við Sögumiðlun bókin Undir Snjáfjöllum - Önnur bók Engilbert S. Ingvarsson. Í bókinni ,sem inniheldur þættir um búsetu og mannlíf á Snæfjallaströnd, er brugðið upp lýsingu á ýmsum þáttum í félagslífi og lifnaðarháttum fólksins á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp á fyrri hluta 20. aldar. Bókin kom fyrst út 2007. Þessi útgáfa bókarinnar inniheldur aukna og endurbætta þætti um búsetu og mannlíf á Snæfjallaströnd og einnig áður óbirta söguþætti. Bókin kostar kr. 4000 frá útgáfunni auk sendingarkostnaðar. Pantanir óskast sendar á netfangið olafur@sogumidlun.is

 

 

Æfiágrip Kolbeins í Dal

Æfiágrip Kolbeins í Dal

Komið er út á vegum Snjáfjallaseturs í samstarfi við Sögumiðlun Æfiágrip Kolbeins í Dal með ítarlegum skýringum eftir Engilbert S. Ingvarsson. Kolbeinn Jakobsson var fæddur 13. september 1862 að Tyrðilmýri í Snæfjallahreppi, en ólst upp í Æðey og eru því 150 ár liðin frá fæðingu hans um þessar mundir. Hann var lengi aflasæll formaður, hreppstjóri, oddviti og sýslunefndarmaður í Snæfjallahreppi og bjó lengst af í Unaðsdal og var kenndur við Dal. Fleyg urðu ummæli Magnúsar sýslumanns Torfasonar „kjarkmaður Kolbeinn í Dal“ og hafa ýmsar skýringar verið gefnar á þessu orðatiltæki. Kolbeinn skrifaði æviágrip sitt sem hér birtist á prenti í fyrsta sinn, en hluti þess þar sem fjallað er um Bæjadrauginn birtist þó í Vestfirskum sögnum árið 1946. Helgi Hjörvar hóf lestur handrits Kolbeins í Ríkisútvarpið á 5. áratugnum en lestrinum var hætt eftir tvo lestra. Allt orðalag og ritháttur er haft að hætti Kolbeins. Bókin kostar kr. 3000 frá útgáfunni auk sendingarkostnaðar. Pantanir óskast sendar í netfangið olafur@sogumidlun.is

 

Fágætar plöntur á Snæfjallaströnd

Fágætar plöntur

Snjáfjallasetur hefur gefið út ritið Fágætar plöntur á Snæfjallaströnd eftir Hörð Kristinsson grasafræðing með ágripi á ensku eftir Ian Watson. Eftir að byggð lagðist af á Snæfjallaströnd hefur gróður tekið við sér og þar vaxa margar fágætar plöntur eins og Þúsundablaðarósin. Fæst í nokkrum helstu bókaverslunum, hjá Ferðafélagi Íslands og hjá útgefanda.



Drangajökull

Drangajökull – náttúra og mannlíf

Snjáfjallasetur hefur gefið út ritið Drangajökull – náttúra og mannlíf. Þar er gerð grein fyrir sérstöðu Drangajökuls og breytingum á honum í gegnum tíðina, leiðum yfir jökulinn, aðdráttum yfir hann fyrr á tímum og lífríki og jarðfræði svæðisins. Helgi Björnsson jöklafræðingur á raunvísindastofnun Háskóla Íslands og Haukur Jóhannesson jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum eiga greinar í ritinu. Einnig Oddur Sigurðsson jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands og Eyþór Einarsson, grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem fjallar um plöntur á jökulskerjunum og sérstæða flóru Snæfjallastrandar, en Eyþór hefur hvergi birt þessar rannsóknir sínar áður. Ritið um Drangajökul fæst í nokkrum helstu bókaverslunum, hjá Ferðafélagi Íslands og hjá útgefanda.

Hér má sjá sýninguna um Drangajökul (pdf).


Útgáfur Snjáfjallaseturs

Útgáfur Snjáfjallaseturs eru til sölu í Dalbæ, en fást einnig sendar gegn póstkröfu. Félagsmenn njóta 20% afsláttar frá útsöluverði sem er sem hér segir: Híbýli og húsbændur á Snæfjallaströnd 1930-1940 eftir Engilbert Ingvarsson, kr. 2.000; Krafturinn í ánni – Snæfjallaveita og rafvæðing Inndjúps eftir Helga M. Sigurðsson, kr. 1.500; Heyrði ég í hamrinum – kveðandi og þjóðlegur fróðleikur kvenna úr Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu, geisladiskur, kr. 2000. Kver um skólahald kostar kr. 700 og kver sem fylgir sýningunni Horfin býli og huldar vættir er til á ensku og kostar kr. 700.

Sendið póst